Sameiningarviðræður. Íbúafundur í kvöld

Mánudagur, 19. október 2020

Íbúafundir um viðræður um mögulega sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps fara fram þessa dagana. Fundirnir eru haldnir til að kynna verkefnið og leita eftir sjónarmiðum íbúa. Í ljósi samkomutakmarkana fara fundirnir fram rafrænt. 

Íbúafundur fyrir íbúa Ásahrepps verður haldinn í kvöld og hefst hann klukkan 20:00.  Íbúar Ásahrepps eru hvattir til að skrá sig á fundinn, en hægt er að skrá sig á heimasíðu verkefnisins.  

https://www.svsudurland.is/is/hagnytar-upplysingar/frettir/ibuafundir-um-sameiningarvidraedur

 

Fundinum verður líka streymt á Youtube og hefst útsendingin kl. 19.50. Hægt er að nálgast streymið á svsudurland.is