Sorphirða

Miðvikudagur, 7. október 2020

Nú er sorpbifreiðin að koma úr viðgerð í Reykjavík og í dag verður klárað að losa þar sem frá var horfið á fimmtudag sl., þ.e. frá Kálfholti, við Heiðarveg og Hagahring. Á morgun fimmtudag verður losað við Ásveg, í Holtum, Landsveit og við Þingskálaveg. Þá verður einnig losað í Þykkvabæ. Á föstudag verður losað við Ábæjarveg, Bjallaveg, Rangárvallaveg og á bæjum við Hellu og Hvolsvöll. Þann dag verður líka losað á Hvolsvelli og verður þá notast við varabíl og traktorsgröfu. Þökkum íbúum fyrir skilning á þessum töfum og ruglingi sem verið hefur á sorhirðunni undanfarna daga.