Stóra upplestrarkeppnin

Miðvikudagur, 11. apríl 2018
Sigurvegarar keppninnar ásamt kennurum sínum: (frá vinstri) Þóra Guðrún Þórarinsdóttir kennari Grunnskóla Vestmannaeyja, Jón Grétar Jónasson Grunnskóla Vestmannaeyja 3. sæti, Herborg Sindradóttir Grunnskóla Vestmannaeyja 1. sæti,  Karl Anders Þórólfur Karlsson Víkurskóla, 2. sæti og Elín Einarsdóttir kennari Víkurskóla

Þann 5. apríl sl. fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir grunnskólana í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auk Vestmannaeyja. Víkurskóli var gestgjafi að þessu sinni og var hátíðin haldin á Hótel Kötlu að Höfðabrekku í Mýrdal.

Skólarnir sem þátt tóku auk Víkurskóla voru Grunnskólinn á Hellu, Hvolsskóli, Kirkjubæjarskóli, Laugalandsskóli og Grunnskóli Vestmannaeyja.

Keppendur voru 13 talsins, en að auki var fjöldi gesta viðstaddur hátíðina, m.a. foreldrar keppenda og kennarar skólanna, auk annarra góðra gesta.

Staðarhaldarar á Hótel Kötlu tóku vel á móti keppendum og fararstjórum og buðu þeim upp á ljúffenga súpu við komu á staðinn.

Nemendur Tónlistarskóla Mýrdalshrepps sáu um tónlistaratriði og í hléi voru bornar fram glæsilegar kaffiveitingar.

Veðrið var okkur hliðholt og fært í Landeyjahöfn svo hópurinn frá Vestmannaeyjum komst fram og til baka samdægurs, en ferðalagið til okkar á Stóru upplestrarkeppnina hefur stundum tekið Eyjakrakkana allt upp í þrjá daga.

Allir keppendurnir 13 stóðu sig með mikilli prýði og greinilegt er að vel hefur verið unnið að þjálfun í skólunum í vetur.

Eins og oft áður var dómnefndinni vandi á höndum að gera upp á milli allra þessara góðu lesara, en á endanum stóðu eftir sem sigurvegarar eftirtaldir nemendur:

 

1.           sæti       Herborg Sindradóttir                                    Grunnskóla Vestmannaeyja

2.           sæti       Karl Anders Þórólfur Karlsson                    Víkurskóla

3.           sæti       Jón Grétar Jónasson                                     Grunnskóla Vestmannaeyja