Sumarhreinsun dagana 28. júní til 5. júlí 2019.

Þriðjudagur, 2. júlí 2019

Hreinsunarátak er í gangi á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu þessa dagana.

Móttökusvæðið sunnan Landvegamóta er opið dagana 28. júní til 5. júlí n.k. og er gjaldfrjálst þennan tíma.

Sérstaklega skal taka fram að eingögnu verða þar gámar fyrir málma, timbur, grófan úrgang og kör fyrir rafgeyma.

Íbúar eru hvattir til að notafæra sér þessa þjónustu.  Ákaflega er mikilvægt að rétt sé flokkað í gámana.

Eftir að hreinsunarátaki lýkur verða allir gámar fjarlægðir og algerlega er óheimilt að afsetja úrgang á þessu svæði.