Tíu ár frá öskugosi.

Miðvikudagur, 26. maí 2021

Þann 21. maí 2021 eru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fylgdi gosinu. Ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku en það kom mikið magn ösku upp. Það er hryllileg tilhugsun að gosið hefði í tæpa fjörutíu daga eins og Eyjafjallajökull gerði árið áður. Askan olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum, mikil vinna var að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. En þrátt fyrir að þessi tími hafi verið erfiður langar Menningarmálanefnd Skaftárhrepps og Vatnajökulsþjóðgarði að minnast þessa atburðar með hátíð sem við köllum Öskuminningar. Drög að dagskrá er komin inn á viðburðadagatalið á þessari síðu. 

Munið að taka frá 5. júní 2021 til að koma á hátíðina Öskuminningar!

Dagskrá hátíðar má sjá með því að smella á krækjuna:  https://www.klaustur.is/is/mannlif/vidburdardagatal/vidburdadagatal/ibuar/oskuminningar