Tilkynning frá Veitum

Mánudagur, 18. nóvember 2019

Kæru íbúar á veitusvæði Rangárveitna,

Í dag og á morgun vinnum við að því að koma niður afkastameiri dælu í aðra borholuna í Kaldárholti. Notkun á heitu vatni hefur verið meiri en búist var við miðað við veðurspá og því höfum við þurft að grípa til þess ráðs að loka fyrir heita vatnið á ákveðnum svæðum. Við munum halda því áfram en færa lokanirnar milli svæða svo enginn verði án heits vatns til lengri tíma. 

Ástæðan fyrir því að við förum í þessar framkvæmdir nú er að í haust bilaði dæla í annarri holunni í Kaldárholti. Sett var niður minni dæla til bráðabirgða og við erum að skipta henni út. Þar sem veturinn er genginn í garð gripum við tækifærið þessa frostlausu daga sem nú eru. Slíkum dögum fer fækkandi þegar lengra líður á veturinn.

Við minnum ykkur á að fara sparlega með heita vatnið á meðan á þessu stendur. Þetta á ekki síst við um notendur í atvinnurekstri. Einnig biðjum við ykkur að láta ekki renna í heita potta og að hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að halda hitanum í húsum. 

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.