Umhverfisdagur

Föstudagur, 2. júní 2017

 

Minnum á að þriðjudaginn 6. júní n.k. verður haldinn umhverfisdagur Ásahrepps. Í ár ætlum við að tína rusl með öllum vegum í hreppnum. Vonast er til að sem flestir íbúar sjái sér fært að taka þátt.

Fulltrúar hrepps- og umhverfisnefndar hafa verið skipaðir tengistjórar með helstu hliðarvegum sem hér segir:

Bugavegur, Eydís Hrönn Tómasdóttir s: 867 0671

Ásvegur, Egill Sigurðsson s: 897-6268

Sumarliðabæjavegur, Elín Grétarsdóttir s: 866-8885

Ásmundarstaðavegur, Nanna Jónsdóttir s: 898-5828

Heiðarvegur, Karl Ölvisson s: 893-5380

Króksvegur, Örn Ingi Ingvarsson s: 696-3677

Kálfholtsvegur vesturhlutinn, Ingibjörg Sveinsdóttir s: 868-1256

Kálfholtsvegur austurhlutinn, Brynja Jónasdóttir s: 897-4618

Íbúar hafi samband við sinn tengistjóra  varðandi  skipulag ruslatínslu með vegunum, afhenda hanska, ílát/poka og vesti og sjá til þess að ruslatínsla á hliðarvegum verði búin fyrir kl. 18:00 á þriðjudeginum. Mælst er til þess að þeir sem hafa tök á notist við fjölnota ílát og hanska, gamla poka, taupoka eða fötur.

Gert er ráð fyrir að íbúar tíni sjálfir rusl með sínum heimreiðum og á sinni landareign fyrir þennan tíma. Klukkan 18:00 hefst ruslatínsla meðfram þjóðvegi 1, innan marka Ásahrepps, út frá hliðarvegum. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum og á ábyrgð þeirra.

Ílát/poka með rusli frá hliðarvegum og þjóðveginum má skilja eftir við afleggjara á þjóðvegi. Pierre mun sjá um að hirða þá upp samdægurs.

Að hreinsun lokinni kl. 20:00 mun íþróttafélagið Garpur sjá um grillveislu í Ásabrekkuskógi.

Hreppurinn mun greiða Garpi 1.000 kr. fyrir hvern íbúa sem tekur þátt í hreinsuninni. Tökum höndum saman með þátttöku í jákvæðri aðgerð í þágu umhverfisins og styrkjum íþróttafélagið okkar í leiðinni.

 

Með von um jákvæð viðbrögð og góða þátttöku,

Virðingarfyllst f.h. Ásahrepps,

Nanna Jónsdóttir, sveitarstjóri

Munum að undirbúa okkur með tilliti til veðurs, látum það ekki stoppa okkur